McCain segist vita hvernig handsama megi bin Laden

John McCain og Sarah Palin á landsþingi Repúblíkanaflokksins.
John McCain og Sarah Palin á landsþingi Repúblíkanaflokksins. Reuters

John McCain, forsetaframbjóðandi repúblíkana í Bandaríkjunum, segir að ef hann nái kjöri muni hann sjá til þess að Osama bin Laden verði handtekinn. „Ég veit hvernig fara á að því og ég mun gera það,“ sagði McCain í sjónvarpsviðtali.

Bill Clinton fékk tækifæri, er hann var forseti, til að handtaka bin Laden, sagði McCain, og George Bush einnig.

„Ég hef þá þekkingu og reynslu sem þarf til að taka réttar ákvarðanir. [Barack] Obama hefur það ekki,“ sagði McCain, sem var flugmaður í bandaríska flotanum í Vietnamstríðinu og sat í víetnömsku fangelsi í fimm ár.

Sagði McCain að Obama þekki ekki gang heimsmála, og viti ekki heldur hvernig herinn starfi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert