Palin fær góða einkunn fyrir ræðuna

Bandarískir fréttaskýrendur segja, að ekki sé lengur hægt að afskrifa Söruh Palin, varaforsetaefni repúblikana, sem pólitískan leikmann eftir ræðuna, sem hún flutti á flokksþingi Repúblikanaflokksins í St. Paul í nótt.

Dálkahöfundur Wall Street Jornal sagði, að repúblikanar kunni að hafa fundið þeirra eigi Margareth Thatcher og  blaðið New York Post sagði að Palin væri greinilega öflugur baráttumaður og sagði í fyrirsögn: Áfram, stelpa!

Undir fyrirsögninni: Hún skýtur! Hún skorar!, segir Tom Shales í Washington Post að ræða Palins hefði hitt beint í mark þótt hún hafi ekki verið sérlega glæsilegt. 

„Ef repúblikanar vinna forsetakosningarnar í nóvember væri ef til vill hægt að halda því farm, að þeir hafi sigrað í nótt - nóttina sem hið undarlega en snjalla val Johns McCains á varaforsetaefni breyttist úr aðhlátursefni í stórstjörnu," segir  Shales.

John Fund, dálkahöfundur Wall Street Journal sagði að Palin hefði náð nokkrum markmiðum með ræðu sinni. Hún hefði kynnt sjálfa sig fyrir bandarískum kjósendum, komið því á framfæri að McCain væri raunveruleg hetja, svarað gagnrýni á þau gildi, sem hún hefur í heiðri og stungið prjónum í Barack Obama, forsetaefni demókrata, án þess að vera með ódrengilegar árásir.

„Bandaríkin hafa nú séð hvers vegna Palin er vinsælasti ríkisstjóri landsins," segir Fund.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert