Hamborgari níska Skotans

00:00
00:00

Skot­ar sem eru bú­sett­ir í Ung­verjalandi eru æv­areiðir út í banda­rísku skyndi­bita­keðjuna Burger King fyr­ir að kalla ódýrstu máltíðina sem þeir eru með í boði „skoska mat­seðil­inn“. Í Ung­verjalandi þýðir nefni­lega orðið „skot“ sá sem er nísk­ur eða nánas­ar­leg­ur.

Skot­arn­ir eru ósátt­ir og hvetja aðra til að sniðganga skyndi­bita­keðjuna. Þeir segja að markaðssér­fræðing­ar Burger King hefðu átt að gera bet­ur.

For­svars­menn Burger King segja að þetta hafi verið hugsað sem létt grín, og ekk­ert al­var­legt liggi að baki þess­ari her­ferð. Ekki sé verið að brenni­merkja Skota sér­stak­lega, aðeins sé um orðal­eik að ræða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert