Metáhorf á ræðu McCain

John McCain tók formlega við forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins á flokksþinginu sem …
John McCain tók formlega við forsetaútnefningu Repúblikanaflokksins á flokksþinginu sem fram fór í St. Paul. Reuters

Metáhorf var á ræðu John McCains, for­seta­efni re­públi­kana, á flokksþingi Re­públi­kana­flokks­ins í St. Paul í gær, en alls fylgd­ust 38,9 millj­ón­ir sjón­varps­áhorf­enda með ræðunni. Það er litlu meira en þeir sem horfðu á ræðu Baracks Obama á flokksþingi demó­krata, en 38,3 millj­ón­ir horfðu á ræðu Obama.

Skv. fjöl­miðla­könn­un Niel­sen horfðu 37,2 millj­ón­ir Banda­ríkja­manna á ræðu Söruh Pal­in, vara­for­seta­efni re­públi­kana, í fyrra­dag.

John McCain lagði á það áherslu í ræðunni sinni í gær að hann væri um­bótasinni og að hann væri sá sem myndi koma á raun­veru­leg­um breyt­ing­um í Banda­ríkj­un­um.

Fagnaðarlæt­in voru tals­vert minni hjá McCain en hjá Pal­in, en hún skaut föst­um skot­um að Obama og upp­skar lófa­klapp, blíst­ur og hróp stuðnings­manna sinna.

McCain er aðeins á eft­ir Obama ef marka má flest­ar skoðanakann­an­ir sem hafa verið gerðar á landsvísu. McCain hét því hins veg­ar í gær að hann muni bera sig­ur úr být­um, þegar Banda­ríkja­menn ganga að kjör­borðinu þann 4. nóv­em­ber nk.

„Ég starfa ekki í þágu flokks. Ég starfa ekki í þágu sér­hags­muna­hópa. Ég starfa ekki fyr­ir mig sjálf­an. Ég starfa fyr­ir ykk­ur,“ sagði McCain í ræðunni í gær.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert