Söngur sekkjapípunnar þagnaður

Ferðabann sett á sekkjapípuleikara hennar hátignar.
Ferðabann sett á sekkjapípuleikara hennar hátignar. Reuters

Vegna kulnandi samskipta vesturlanda og Rússlands hefur breska ríkisstjórnin lagt bann við því að þrjár hergöngulagahljómsveitir taki þátt í sýningu slíkra lúðrasveita í Moskvu. Um 40 tónlistarmenn í breska hernum hafa fengið boð um þeir fái ekki að taka þátt í Zoria hátíðinni á Rauða torginu í Moskvu eins og áætlað var.

Bannið nær til sekkjapípuspilara 2. herdeildar Skotlands, Írsku varðmannasveitarinnar og 1. Konunglegu Ghurka rifflaskyttnanna.

Breska utanríkisráðuneytið tilkynnti að með þessu væri verið að gefa til kynna að ekki væri allt með felldu í samskiptum við Rússland og mótmæla innrás rússneska hersins í Georgíu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert