Vilja sæðisbanni aflétt

Forsvarsmenn evrópskra sæðisbanka berjast nú fyrir því að banni á innflutningi sæðis til Bandaríkjanna verði aflétt. Bannið var sett á árið 2005, vegna ótta við Creutzfeldt-Jakob-sjúkdóminn. Segja sæðissalar ekkert benda til þess að smithætta sé fyrir hendi. Bannið hefur komið sérstaklega illa niður á bönkum á Norðurlöndunum, en mikil eftirspurn er eftir skandinavísku sæði í Bandaríkjunum. Peter Bower, framkvæmdastjóri European Sperm Bank í Kaupmannahöfn, segir eftirspurnina bæði skýrast af því að margir Bandaríkjamenn eigi ættir að rekja til Norðurlanda og því, að norrænt útlit sé vinsælt. Öll Norðurlöndin utan Íslands eru á bannlista bandarísku lyfjastofnunarinnar.

„Áður en bannið var sett á seldum við Bandaríkjamönnum sæði fyrir margar milljónir króna á hverju ári,“ segir Bower. „Nú er orðið samdóma álit allra sérfræðinga – þar á meðal þeirra sem beittu sér fyrir banninu – að innflutningi evrópsks sæðis fylgi engin sérstök áhætta.“ aij

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert