Cheney: NATO-ríkin verða að sameinast gegn ágangi Rússa

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna.
Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna. AP

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, sagði í dag að NATO verði að sameinast í því að vernda fullvalda ríki í Evrópu eftir að rússnesk stjórnvöld viðurkenndu sjálfstæði Georgíu-héraðanna Suður-Ossetíu og Abkasíu.

„Rússar verða að ákveða sig, og við í Atlantshafsbandalaginu berum ábyrgð,“ sagði Cheney á ráðstefnu á Ítalíu þar sem viðskipta- og stjórnmálaleiðtogar voru viðstaddir.

„Við vitum að ef eitt land fær að breyta landamærum annars lands einhliða, þá mun það gerast. Og það mun gerast aftur. Við vitum að ef við gefum leyfi fyrir því að ný lína verði dregin þvert yfir Evrópu, þá mun sú lína verða dregin.“

Cheney, sem er nýkominn frá Georgíu, Abkasíu og Úkraínu, hét því að NATO muni stækka í austurátt. Nú eiga 26 ríki sæti í bandalaginu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka