Zardari kjörinn forseti Pakistans

Asif Ali Zardari, leiðtogi Þjóðarflokksins í Pakistan og ekkill Benazir Bhutto, var í dag kjörinn forseti Pakistans.  Ali Zardari fékk 281 atkvæði af 426 í forsetakjöri á þingi Pakistans þar sem Þjóðarflokkurinn hefur meirihluta.

Þingmenn, hliðhollir Zardari, fögnuðu ákaft og hrópuðu: Bhutto lengi lifi, þegar úrslitin voru gerð kunn. Tveir synir Zardaris og Bhutto voru í þinghúsinu og hélt annar á mynd af móður sinni, sem var myrt á kosningafundi í Pakistan á síðasta ári.

Asif Ali Zardari, sem er 53 ára, bíður erfitt verk sem forseti Pakistans. Gríðarlegir efnahagserfiðleikar eru í landinu og óðaverðbólga og stjórnmálástandið er afar ótryggt.  Zardari er einnig umdeildur sjálfur en hann hefur verið ákærður fyrir spillingu og sat m.a. samtals í átta ár í fangelsi.  Honum voru gefnar upp sakir á síðasta ári.

Á meðan kosningin fór fram í morgun var gerð sjálfsmorðsárás á varðstöð í Peshawar í norðvesturhluta landsins.  Að minnsta kosti 12 létu lífið og 50 særðust í árásinni. 

Stuðningsmenn Þjóðarflokksins fagna útnefningu Zardari sem forsetaefni flokksins fyrr í …
Stuðningsmenn Þjóðarflokksins fagna útnefningu Zardari sem forsetaefni flokksins fyrr í vikunni. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert