Dýrasjúkdómurinn blátunga hefur greinst í Svíþjóð í fyrsta skipti. Kom blátunga upp á bóndabæ í Hallandi sunnan Gautaborgar. Blátunga lýsir sér þannig að slímhúð í munni og nösum bólgnar, dýrið fær hita og tungan verðir bólgin og blá.
Tvö tilfelli af blátungu hafa greinst í Danmörku en sjúkdómsins hefur ekki orðið vart í Noregi og ekki í Svíþjóð fyrr. Hann smitast ekki á milli dýra en berst með bitmýi.