Ike eflist á Karíbahafi

Íbúi á Islamorada Key í Flórída býr sig undir komu …
Íbúi á Islamorada Key í Flórída býr sig undir komu Ike. Reuters

Fellibylurinn Ike hefur eflst þar sem hann er yfir Karíbahafi og telst nú fellibylur af 4. stigi. Er vindhraði nú um 60 metrar á sekúndu þegar óveðrið nálgast Turks og Caicoseyjar og óttast er að veðrið fari yfir Bahamaeyjar, Kúbu og inn á Mexíkóflóa í átt að Louisiana. 

Þótt fellibylurinn stefni ekki beint á Haítí er búist við mikilli úrkomu þar. Um 500 manns hafa látið lífið af völdum flóða og aurskriða, sem fellibylurinn Hanna hafði í för með sér í síðustu viku.  Þúsundir eru án matar og drykkjarvatns og húsaskjóls. 

Gervihnattarmynd sýnir hvar Ike er staddur á Karíbahafi.
Gervihnattarmynd sýnir hvar Ike er staddur á Karíbahafi. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert