Obama og McCain standa sameinaðir 11. september

John McCain og Barack Obama munu slíðra sverðin og standa …
John McCain og Barack Obama munu slíðra sverðin og standa sameinaðir á fimmtudag. AP

Forsetaframbjóðendurnir John McCain og Barack Obama munu báðir verða viðstaddir minningarathöfn í New York á fimmtudag þegar þess verður minnst að sjö ár eru liðin frá hryðjuverkaárásunum á Tvíburaturnana þann 11. september 2001.

„Við stóðum öll saman 11. september - ekki sem demókratar og repúblikanar - heldur sem Bandaríkjamenn. Í göngum sem voru fullir af reyk og á tröppum Capitol-þinghússins; í blóðbönkum og við vökur. Við stóðum saman sem bandarísk fjölskylda,“ segir í sameiginlegri yfirlýsingu sem forsetaframbjóðendurnir sendu frá sér í gær.

Þeir segjast ætla að gera hlé á kosningabaráttunni á fimmtudag og minnast þeirra sem létust.

Þetta verður í fyrsta sinn sem McCain og Obama koma fram saman frá því þeir voru formlega útnefndir sem forsetaframbjóðendur flokkanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert