Kosningaslagurinn á milli forsetaframbjóðendanna John McCain og Barack Obama eru nú hafinn af fullum krafti og skv. nýrri skoðanakönnun er McCain með forskot á Obama.
Nú eru flokkþings demókrata og repúblikana að baki og frambjóðendurnir hafa nú tekið við formlegri útnefningu flokkanna. Nú hafa Obama og McCain sett í fimmta gír fyrir komandi forsetakosningar, sem fram fara 4. nóvember nk.
Skv. könnun USA Today/Gallup er McCain með forskot á Obama í fyrsta sinn í marga mánuði.
Það er ekki óalgengt að frambjóðendur sjái aukinn stuðning í kjölfar flokksþinganna, en talið er að útspil McCains að útnefna Söruh Palin, sem varaforsetaefni flokksins, eigi stóran þátt í því að hann sé yfir í skoðanakönnuninni.
McCain hefur reynt að dansa línudans, milli þess að fjarlægja sjálfan
sig frá George W. Bush, sem er óvinsæll, og reyna að halda í stuðning
helstu íhaldsmanna flokksins.
Palin þótti standa sig afar vel þegar hún flutti sína ræðu á flokksþinginu og þykir hafa eflt framboð McCains.