Daginn áður en Norður-Kórea fagnar fimmtíu ára sjálfstæði berast fregnir af heilsufari Kim Jong Il, leiðtoga Norður-Kóreu. Fréttavefur Sky greinir frá því að leiðtoginn sé jafnvel fallinn frá eða sé alvarlega veikur. Kim er hjartveikur og hefur ekki sést opinberlega frá 14. ágúst.
Segir á vef Sky að útlendir læknar hafi verið í Norður-Kóreu í meira en viku og fjölmiðlar hafi nú um helgina sagt að heilsu leiðtogans hafi hrakað mikið. Talsmaður leyniþjónustu N-Kóreu segir hins vegar ekkert hæft í þessum fréttum.