Hvítar konur styðja McCain í auknum mæli

John McCain, forsetaefni repúblikana, nýtur aukins stuðnings meðal hvítra kvenna eftir að hann útnefndi Söruh Palin, ríkisstjóra Alaska, sem varaforsetaefni sitt. McCain er nú með forskot á keppinaut sinn, Barack Obama, meðal kjósenda úr þessum hópi, að því er kemur fram í nýrri skoðanakönnun.

Í könnuninni, sem bandaríska dagblaðið Washington Post og ABC-sjónvarpsstöðin stóðu að, kemur í ljós að stór ástæða fyrir góðum árangri McCains í nýlegum skoðanakönnunum megi rekja til þess að hvítar konur styðja hann nú í auknum mæli.

Reuters-fréttastofan greinir frá því að forsetaslagurinn sé nú algjörlega hnífjafn, en Obama nýtur stuðnings 47% kjósenda en McCain nýtur stuðnings 46% í könnuninni.

Fyrir flokksþing demókrata, sem fram fór í lok ágúst, var Obama með átta prósentustiga forskot á McCain (50% á móti 42%), þ.e. sé litið til stuðnings meðal hvítra kvenna. Eftir flokksþing Repúblikanaflokksins hefur dæmið hins vegar snúist við svo um munar. McCain nýtur nú stuðnings 53% hvítra kvenna á meðan stuðningurinn við Obama mælist nú vera 41%. Munurinn er því 12 prósentustig.

John McCain nýtur meiri vinsælda meðal hvítra kvenna eftir að …
John McCain nýtur meiri vinsælda meðal hvítra kvenna eftir að hann útnefndi Söruh Palin sem varaforsetaefni sitt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert