Ike yfir Mexikóflóa

00:00
00:00

Felli­byl­ur­inn Ike er nú á leið yfir Mex­ikóflóa eft­ir að hafa skilið eft­ir sig slóð eyðilegg­ing­ar á Kúbu. Ike er nú flokkaður sem fyrsta flokks felli­byl­ur en því er spáð að hann styrk­ist og verði að þriðja flokks felli­byl.

Ike er þegar byrjaður að styrkj­ast og því er spáð að hann verði orðinn að öfl­ug­um þriðja flokks felli­byl þegar hann skell­ur á Texas, norður Mex­ikó eða vest­ur Louisi­ana. Mik­ill létt­ir er í Banda­ríkj­un­um vegna þess að lík­legt þykir að Ike sneið fram­hjá olíu­borpöll­um á Mex­ikóflóa en þar er um fjórðung­ur olíu í Banda­ríkj­un­um unn­inn.

Nú þegar hafa um 80 manns lát­ist vegna Ikes í Kar­ab­íska haf­inu og um 7500 þjóðvarðliðar eru á vakt í Texas.

Sjón­varp Kúbu seg­ir að um 2,6 millj­ón manns, um fjórðung­ur íbúa eyj­ar­inn­ar, hafi leitað skjóls und­an Ike og að hundruðir heim­ila hafi eyðilagst.

Ike eyðilagði mikið í bæn­um Loas Palacios en bær­inn varð illa fyr­ir barðinu á Gustav nú fyr­ir skemmstu. Nú eru um tveir þriðju­hlut­ar húsa í bæn­um án þaks eða hrein­lega jöfnuð við jörðu.

Talið er að tjón vegna Ikes nemi allt að þrjú hundruð millj­örðum.

Þá olli Ike skemmd­um í Hav­ana þegar gaml­ar, hrör­leg­ar bygg­ing­ar í sögu­leg­um hluta Hav­ana hrundu.

Um tíu þúsund ferðamenn voru flutt­ir af strandsvæðum aust­ur af Hav­ana, aðallega frá Vara­dero strönd­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert