Baðst afsökurnar á athugasemd um fóstureyðingu

Sarah Palin kom til Fairbanks í Alaska í gær, þar …
Sarah Palin kom til Fairbanks í Alaska í gær, þar sem dóttir hennar, Piper (t.v.), var meðal fjölmargra sem tóku á móti henni. AP

Formaður Demókrataflokksins í Suður-Karólínu, Carol Fowler, hefur beðist afsökunar á þeim orðum, sem hún lét falla í viðtali, að helsta afrek Söru Palin, varaforsetaefnis repúblíkana, virtist vera að hafa ekki farið í fóstureyðingu.

Viðtalið birtist á fréttavefnum Politico. Fowler sagði þetta hafa verið „klaufalega að orði komist“ en hún hafi verið að tala um kjósendur sem greiði atkvæði „einungis með tilliti til eins málefnis.“

Palin er skilyrðislaust andvíg fóstureyðingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert