Bush samþykkti árásirnar

Bandarískir hermenn gerðu árásir á uppreisnarmenn í Pakistans.
Bandarískir hermenn gerðu árásir á uppreisnarmenn í Pakistans. Reuters

Geor­ge W. Bush, Banda­ríkja­for­seti samþykkti árás­ir á víga­menn inn­an landa­mæra Pak­ist­ans án þess að leita eft­ir samþykki frá yf­ir­völd­um í Islama­bad. Sam­kvæmt heim­ild­um frétta­vefjar BBC inn­an Pentagon hef­ur slík leyni­leg fyr­ir­skip­un komið frá for­set­an­um síðast liðna tvo mánuði.

Í gær var til­kynnt að Banda­rík­in hygðust breyta hernaðaráætl­un­um sín­um í Af­gan­ist­an og fara að stunda árás­ir yfir landa­mæri Pak­ist­ans.

Í Pak­ist­an segja yf­ir­völd að þau muni ekki leyfa er­lend­um herj­um inn á sitt yf­ir­ráðasvæði.

Yf­ir­maður Pak­ist­anska hers­ins, Ashfaq Par­vez Kay­ani hers­höfðingi seg­ir að það sé eng­inn vafi á því að það ríki ekk­ert sam­komu­lag eða skiln­ing­ur á því að her­ir banda­manna í Af­gan­ist­an hafi leyfi til að stjórna eða taka þátt í hernaðaraðgerðum í Pak­ist­an.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert