Deilt um föstu barna í Danmörku

Deil­ur standa nú um það í Óðinsvé­um í Dan­mörku hvort rétt sé að skól­ar taki af­stöðu til þess hvort nem­end­ur þeirra fasti eða ekki. Alex Ahrendtsen, aðstoðar­borg­ar­stjóri lýsti því yfir á mánu­dag að hann væri ósátt­ur við að skól­ar hafi heim­ilað nem­end­um að fasta á Rama­dan, föstu­mánuði mús­líma. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Jane Jegind, talsmaður skóla­mála­yf­ir­valda í borg­inni staðfest­ir, að málið sé til umræðu. „Skóla­yf­ir­völd hafa verið beðin um að hafa sam­band við skóla­stjórn­end­ur, þar sem slíkt hef­ur þró­ast, og koma þeim skila­boðum áleiðis til þeirra að við telj­um mik­il­vægt að þeir komi þeim skila­boðum áleiðis til for­eldra að stjórn­mála­menn geti ekki stutt slíkt.”

Hún seg­ir borg­ar­yf­ir­völd þó ekki vilja láta ákvörðun­ar­vald í mál­inu í hend­ur ein­stakra skóla­stjórn­enda. „Þetta snýst ekki bara um skólapóli­tík, þetta hef­ur einnig með heil­brigðismál að gera og það að hér er um að ræða börn sem eru að vaxa og eiga að vera í sem bestu ástandi til að læra. Hvernig sem á það er litið þá geta börn ekki lært, frem­ur en full­orðnir, fái þau ekki fæðu."

Olav Niel­sen, skóla­stjóri Hum­lehaveskól­ans, seg­ir skóla­stjórn­end­um hins veg­ar ómögu­legt að neyða börn til að mat­ast. Þá seg­ist hann ekki hafa tekið beina af­stöðu til máls­ins til þessa en hátt hlut­fall nem­enda skól­ans eru mús­lím­ar. „Ég get ann­ars veg­ar tekið und­ir það með stjórn­mála­mönn­um og nær­ing­ar­fræðing­um að börn sem eru að vaxa þurfa að borða,” seg­ir hann. „Á hinn bóg­inn þarf að virða trú­ar­skoðanir for­eldr­anna og það sem þær hafa í för með sér. Þegar allt kem­ur til alls er það jú ábyrgð for­eldra að fæða börn sín.”

Þá seg­ir hann það reynslu sína að for­eldr­ar taki því yf­ir­leit vel sé þeim bent á að börn þeirra sýni merki orku- og ein­beit­ing­ar­leys­is, sem talið er tengj­ast föstu þeirra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert