Segir samkomulag um þjóðstjórn í Simbabve

Morgan Tsvangirai og Robert Mugabe takast í hendur í í …
Morgan Tsvangirai og Robert Mugabe takast í hendur í í sumar fyrsta skipti í áratug. AP

Morgan Tsvangirai, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Simbabve, segir að samkomulag um myndun þjóðstjórnar hafi loks náðst á fundi hans og Roberts Mugabe, forseta landsins, í dag. Viðræður um þjóðstjórn hafa staðið yfir undanfarnar vikur.

„Við náðum samkomulagi," sagði Tsvangirai, sem er leiðtogi Lýðræðishreyfingarinnar, við blaðamenn. Hann sagði að Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, sem stýrt hefur viðræðunum, muni gefa út yfirlýsingu í kvöld.

Viðræðurnar hafa einkum snúist um hver völd forsetaembættis og nýs embættis forsætisráðherra eigi að vera.  Gert hefur verið ráð fyrir að Mugabe verði áfram forseti en Tsvangirai verði forsætisráðherra.

Mugabe bar sigur úr býtum í seinni umferð forsetakosninganna í júní eftir að Tsvangirai dró framboð sitt til baka vegna ofbeldis sem stuðningsmenn hans máttu sæta frá hendi yfirvalda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka