Týnd stúlka hugsanlega fundin

Gríska lögreglan hefur hugsanlega fundið ítalskt stúlkubarn sem hvarf fyrir fjórum árum síðan á Sikiley, þá fjögurra ára gömul. Vinur fjölskyldunnar taldi sig bera kennsl á stúlkuna á grísku eyjunni Kos. Stúlkan var í umsjá 34 ára sígaunakonu sem ekki getur gert grein fyrir hvers vegna barnið var í hennar umsjá.

Eftir að samband var haft við Interpol tók gríska lögreglan stúlkuna í sína vörslu en hún vistast á sjúkrahúsi þar sem hún fær aðstoð geðlækna. Samkvæmt Reuters fréttastofunni talar stúlkan einungis ítölsku og er með fæðingarbletti á sömu stöðum og barnið sem hvarf.

Blóðsýni var tekið og nú er beðið staðfestingar.

Verið er að yfirheyra sígaunakonuna sem segir að barnið sé ekki hennar. Ekki hefur komið í ljós hvort hún tók þátt í að ræna stúlkunni.

Fréttaskýrendur telja að ef það komi í ljós að sígaunar hafi tekið stúlkuna eigi það eftir að gera samskipti sígauna á Ítalíu við almenning og yfirvöld enn meira en orðið er. Ítölsk yfirvöld hafa lagt til lög sem beinast með einum eða öðrum hætti beint gegn sígaunum og þeirra lífsmunstri.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert