Týnd stúlka hugsanlega fundin

Gríska lög­regl­an hef­ur hugs­an­lega fundið ít­alskt stúlku­barn sem hvarf fyr­ir fjór­um árum síðan á Sikiley, þá fjög­urra ára göm­ul. Vin­ur fjöl­skyld­unn­ar taldi sig bera kennsl á stúlk­una á grísku eyj­unni Kos. Stúlk­an var í um­sjá 34 ára sígauna­konu sem ekki get­ur gert grein fyr­ir hvers vegna barnið var í henn­ar um­sjá.

Eft­ir að sam­band var haft við In­terpol tók gríska lög­regl­an stúlk­una í sína vörslu en hún vist­ast á sjúkra­húsi þar sem hún fær aðstoð geðlækna. Sam­kvæmt Reu­ters frétta­stof­unni tal­ar stúlk­an ein­ung­is ít­ölsku og er með fæðing­ar­bletti á sömu stöðum og barnið sem hvarf.

Blóðsýni var tekið og nú er beðið staðfest­ing­ar.

Verið er að yf­ir­heyra sígauna­kon­una sem seg­ir að barnið sé ekki henn­ar. Ekki hef­ur komið í ljós hvort hún tók þátt í að ræna stúlk­unni.

Frétta­skýrend­ur telja að ef það komi í ljós að sígaun­ar hafi tekið stúlk­una eigi það eft­ir að gera sam­skipti sígauna á Ítal­íu við al­menn­ing og yf­ir­völd enn meira en orðið er. Ítölsk yf­ir­völd hafa lagt til lög sem bein­ast með ein­um eða öðrum hætti beint gegn sígaun­um og þeirra lífs­munstri.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert