Hugo Chávez, forseti Venesúela, tilkynnti í nótt að hann hefði vísað sendiherra Bandaríkjanna í Caracas úr landi. Þá hótaði hann einnig að stöðva útflutning á hráolíu frá Venesúela til Bandaríkjanna um leið og hann sagði, að koma tveggja rússneskra sprengjuflugvéla til landsins væri viðvörun til Bandaríkjanna og undirstrikaði bandalag Rússlands og Venesúela.
Chávez sagði, að hann hefði gefið Patrick Duddy, sendiherra, þriggja sólarhringa frest til að fara úr landi. Hefði þessi ákvörðun tekin til að sýna Bólivíustjórn stuðning, en Evo Morales, forseti Bólivíu, hefur einnig vísað sendiherra Bandaríkjanna þar úr landi. Bandaríkin svöruðu því í gærkvöldi með því að vísa sendiherra Bólivíu úr landi.