Danska lögreglan beitt ofbeldi

Lögreglan í Kaupmannahöfn finnur fyrir auknu óöryggi við störf sín.
Lögreglan í Kaupmannahöfn finnur fyrir auknu óöryggi við störf sín. mbl.is/Brynjar Gauti

Dansk­ir lög­regluþjón­ar verða í aukn­um mæli fyr­ir of­beldi við störf sín. Á síðasta ári meidd­ust 777 lög­regluþjón­ar við störf, þar af 154 við hand­tök­ur. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu frá dönsku rík­is­lög­regl­unni, sak­sókn­ara­embætt­inu og sam­tök­um lög­regluþjóna.

Peter Ib­sen, formaður sam­taka lög­regluþjóna seg­ir of­beldið al­var­legt og vax­andi vanda­mál. Lög­reglu­mönn­um sé sýnd minni virðing en áður.

Í skýrsl­unni er bent á að lög­reglu­embættið beri ábyrgð á að minnka áhætt­una á slíku of­beldi með mennt­un, nýj­um starfsaðferðum og betri út­búnaði lög­reglu­manna.

Formaður sam­taka lög­regluþjóna seg­ir hins veg­ar að breytt­ur út­búnaður leysi ekki vand­ann. Viðhorfs­breyt­ing­ar sé þörf inn­an sam­fé­lags­ins.

Hægt er að lesa skýrsl­una í heild á vefn­um www.Politi.dk

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert