Elsti Evrópubúinn 115 ára

Portúgölsk kona, Maria de Jesus, er talin vera elsti núlifandi Evrópubúinn, en hún hélt upp á 115 ára afmæli sitt á miðvikudaginn. Hún á heima í þorpinu Corujo í Mið-Portúgal. De Jesus er næst-elsti jarðarbúinn, á eftir Ednu Parker í Bandaríkjunum, sem er hálfu ári eldri.

Báðar fæddust þær 1893, Parker þann 10. apríl og de Jesus þann 10 september, samkvæmt bandaríska rannsóknarfyrirtækinu GRG, sem heldur skrá yfir þá sem eru orðnir 110 ára og eiga staðfest fæðingarvottorð.

De Jesus er af fátæku fólki komin. Hún missti sjón á öðru auganum þegar hún var barn, og hóf landbúnaðarstörf 12 ára. Hún hefur alið upp sex börn, en varð ekkja 57 ára. 

De Jesus gekk aldrei í skóla, að því er blaðið Diario de Noticias hefur eftir dóttur hennar, Maria Madalena, sem er 84 ára. Þegar de Jesus varð hundrað ára sagðist hún vilja læra að lesa og fékk kennara, en „hún kláraði það aldrei.“

De Jesus hélt upp á 115. afmælisdaginn með fjölskyldu sinni og snæddi hrískökur, sem eru eftirlætiseftirrétturinn hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert