Forstjóri XL tárvotur í viðtali

Phil Wyatt, forstjóri XL Leisure, segir í viðtali við Times í dag að hann sé gjörsamlega miður sín vegna gjaldþrots félagsins. Var Wyatt tárvotur í viðtalinu og sagði að það yrði gríðarleg áskorun að koma öllum þeim farþegum sem eru strandaglópar vegna gjaldþrotsins til síns heima.Telur hann að aldrei áður hafi ferðaþjónustan staði frammi fyrir verkefni af þessari stærðargráðu áður. Tugir þúsunda farþega á vegum XL og tendra fyrirtækja eru nú strandaglópar.

Að sögn Wyatt má engin flugvél á vegum félagsins taka á loft og gagnrýnir hann flugmálayfirvöld í Bretlandi harðlega fyrir þá ákvörðun. Segir hann að ábyrgð þeirra sé mikil enda þurfi flugmálayfirvöld nú að finna flugvélar til þess að flytja um 67 þúsund farþega til síns heima.

Flugvélar XL, 21 talsins, voru kyrrsettar í nótt sem þýðir að farþegar á vegum félagsins á fimmtíu áfangastöðum komust hvorki lönd né strönd. Í frétt Times kemur fram að starfsmenn XL séu rúmlega tvö þúsund talsins og helstu lánadrottnar félagsins séu Landsbankinn, Straumur og Barclays bankinn. Skuldir félagsins nemi yfir 200 milljónum punda, 32,2 milljörðum króna.

Farþegar sem áttu bókað flug á vegum XL Leisure komast …
Farþegar sem áttu bókað flug á vegum XL Leisure komast hvergi þar sem félagið er gjaldþrota AP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert