Nauðgað þrisvar í viku

Lögregla rannsakar heimili Fritzl-fjölskyldunnar í Amstetten í Austurríki.
Lögregla rannsakar heimili Fritzl-fjölskyldunnar í Amstetten í Austurríki. Reuters

Elisa­beth Fritzl, sem haldið var í jarðhýsi í Aust­ur­ríki í 24 ár, seg­ir föður sinn Jos­ef Frizl, sem hélt henni fang­inni og gat henni sjö börn, hafa sýnt sé mikið harðræði og notað börn þeirra til að kúga hana til sam­ræðis við sig. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

„Féll­ist ég ekki á kyn­líf bitnaði það á börn­un­um," seg­ir í vitn­is­b­urði henn­ar fyr­ir dóm­ara, sem breska blaðið The Sun hef­ur fengið aðgang að.  Þá seg­ir hún föður sinn hafa nauðgað sér um það bil þris­var í viku all­an þann tíma sem hann hélt henni fang­inni.

„Við viss­um að hann myndi slá okk­ur eða að eitt­hvað illt myndi henda okk­ur,” seg­ir hún. “Hann sagði að hann gæti læst hurðinni og að þá myndi koma í ljós hvort við mynd­um lifa af án hans.”

Þá seg­ir hún að þegar Fritzl hafi ekki verið viðstadd­ur hafi hún reynt að lifa sem eðli­leg­ustu lífi með börn­um sín­um en að þegar hann hafi verið í jarðhýs­inu hafi ríkt þögn. „Hann var hrein­lega al­vald­ur,” seg­ir hún. „Hann niður­lægði mig fyr­ir fram­an börn­in. Þegar við sát­um til borðs og ein­hver hélt vit­laust á gaffli var hann nídd­ur niður.”

El­iza­beth hafnaði í ág­úst boði yf­ir­vald í land­inu um að hún og börn henn­ar fái ný nöfn og kenni­töl­ur. Mun ástæðan vera sú að hún hygg­ist búa sér og börn­um sín­um sam­eig­in­legt heim­ili á heima­slóðum sín­um og hún telji ómögu­legt að fela slóðir sjö ein­stak­linga nema með því að flytja á milli landa.

Til stend­ur að El­iza­beth og börn henn­ar flytji af geðsjúkra­húsi, þar sem þau hafa dvalið, eft­ir að réttað hef­ur verið yfir föður henn­ar í des­em­ber.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert