Tugþúsundir strandaglópa vegna gjaldþrots XL

mbl.is/Brynjar Gauti

Tugþúsundir breskra ferðamanna eru strandaglópar erlendis eftir að ferðaþjónustufyrirtækið XL Leisure Group varð gjaldþrota. Allar flugvélar félagsins XL Airlines, sem fyrirtækið á, hafa verið kyrrsettar og ferðum aflýst. Bresk flugmálayfirvöld segja, að allt að 85.000 manns kunni að vera strandaglópar erlendis.

BBC greinir frá þessu. Flugvél XL sem átti að fara frá Orlando til Gatwick var kyrrsett skömmu fyrir brottför.

Morgunblaðið greinir frá því í dag að gjaldþrot XL Leisure þýði, að  ábyrgð á láni XL Leisure upp á tæplega 27 milljarða króna, andvirði 207 milljóna evra, mun falla á Eimskipafélag Íslands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert