Reyndist ekki vera ítalska stúlkan

Erfðaefnisrannsókn hefur leitt í ljós að stúlka sem fannst á grísku eyjunni Kos, er ekki ítölsk stúlka sem hvarf árið 2004. Stúlkan hefur verið í umsjá yfirvalda frá því hún var tekin af sígaunakonu sem hún var með. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Lögregla segir rannsóknina hafa leitt í ljós að sígaunakonan sé móðir stúlkunnar. Hún var áður sögð hafa viðurkennt að hún væri ekki móðir stúlkunnar. Þá var því haldið fram í fjölmiðlum að hún gæti ekki gert grein fyrir því hver stúlkan væri.

Hin ítalska Denise Pipitone hvarf 1. september árið 2004 er hún var úti að leika við systkini sín. Ítalskir ferðamenn sáu stúlkuna á förnum vegi á Kos og létu lögreglu vita að þau teldu að um Pipitone væri að ræða. Vakti það athygli þeirra að hún talaði ítölsku en móðir hennar ekki.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert