Texas skilgreint sem hamfarasvæði

George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur lýst Texasríki hamfarasvæði eftir að fellibylurinn Ike fór þar yfir í dag. Mjög hefur nú dregið úr styrk hans en en vindhraði fór þegar hann var mestur upp í 49 metra á sekúndu. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Skilgreining Texas sem hamfarsvæðis opnar möguleika á því að yfirvöld þar fái milljónir dollara frá alríkisyfirvöldum til björgunar og uppbyggingarstarfs.Björgunarmenn í Galveston, þar sem fellibylurinn kom fyrst að landi, leita nú fólks sem hunsaði fyrirmæli yfirvalda um að yfirgefa svæðið.

„Fellibylurinn er enn ekki genginn niður og ég veit að fólk óttast enn um líf sitt,” sagði Bush eftir fund sinn með fulltrúum almannavarna í dag. „Það var líka nokkuð um það að fólk yfirgæfi ekki heimili sín þegar það var beðið um það. Ég hef fengið upplýsingar um björgunarstarf á svæðinu.

Björgunarsveitir munu hefja störf um leið og aðstæður leyfa. Fólk á staðnum vill að sjálfsögðu koma öðrum til hjálpar og er tilbúið til þess Michael Chertoff heimavarnarráðherra Bandaríkjanna sagði eftir fundinn að þótt mjög hafi dregið úr vindhraða Ike megi áfram búast við miklum rigningum á svæðinu sem valda muni flóðum.

Þá sagði hann eyðilegginguna vera töluverða þótt hún virðist ekki jafn mikil og óttast hafi verið.

Vitað er að fremur dauðsföllum sem rekja má til Ike en ekki hafa borist fréttir af því að neinn hafi fundist látinn eftir að björgunarmenn voru sendir út.  Ike er talinn þriðji kraftmesti fellibylurinn sem riðið hefur yfir Bandaríkin frá því að mælingar hófust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert