Unglingur stunginn til bana í London

Croydon hverfi í London
Croydon hverfi í London

Ungur maður um 17 til 18 ára var stunginn til bana fyrir utan bar í Croydon í Suður London snemma í morgun. Hann lést á sjúkrahúsi en annar unglingur mun vera í vörslu lögreglunnar vegna árásarinnar.

Samkvæmt Sky fréttavefnum er hinn ungi maðurinn sem er í haldi lögreglu slasaður á hendi.

Tuttugu og sex ungmenni hafa látið lífið í London í árásum sem þessari það sem af er þessu ári.

Fyrir tveimur vikum var 14 ára unglingur stunginn til bana þar sem hann sat á bekk fyrir utan heimili sitt í Hackney í London.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert