Virti ekki stöðvunarmerki

Unnið að björgunarstörfum á slyssstað.
Unnið að björgunarstörfum á slyssstað. AP

Talsmaður lesta­fyr­ir­tæk­is­ins Metrol­ink seg­ir að frum­rann­sókn á lest­ar­slys­inu í útjaðri Los Ang­eles í nótt hafi leitt í ljós að lest­ar­stjóri farþega­lest­ar­inn­ar hafi ekki stöðvað við stöðvun­ar­merki. Talið er að um­rædd­ur lest­ar­stjóri hafi lát­ist í slys­inu.

Björg­un­ar­sveit­ir vinna enn að því að bjarga fólki sem er fast inni í rúst­um tveggja lesta sem rák­ust sam­an í útjaðri Los Ang­eles í morg­un. Staðfest hef­ur verið að 23 manns hafi lát­ist og að ríf­lega 100 hafi slasast.

Slysið varð með þeim hætti að farþega­lest­in ók beint fram­an á flutn­inga­lest. Talið er að um 350 manns hafi verið um borð í farþega­lest­inni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert