Virti ekki stöðvunarmerki

Unnið að björgunarstörfum á slyssstað.
Unnið að björgunarstörfum á slyssstað. AP

Talsmaður lestafyrirtækisins Metrolink segir að frumrannsókn á lestarslysinu í útjaðri Los Angeles í nótt hafi leitt í ljós að lestarstjóri farþegalestarinnar hafi ekki stöðvað við stöðvunarmerki. Talið er að umræddur lestarstjóri hafi látist í slysinu.

Björgunarsveitir vinna enn að því að bjarga fólki sem er fast inni í rústum tveggja lesta sem rákust saman í útjaðri Los Angeles í morgun. Staðfest hefur verið að 23 manns hafi látist og að ríflega 100 hafi slasast.

Slysið varð með þeim hætti að farþegalestin ók beint framan á flutningalest. Talið er að um 350 manns hafi verið um borð í farþegalestinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka