Aðgerðir pakistanska hersins

Menn söfnuðust saman við mosku í kjölfar árása.
Menn söfnuðust saman við mosku í kjölfar árása. Reuters

Pakistanskar hersveitir drápu í morgun 10 grunaða vígamenn og særðu 25 til viðbótar í skærum nærri landamærunum við Afganistan. AP fréttastofan hefur eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að ríflega 100 vígamenn hafi fallið á þessum slóðum í vikunni sem leið.

Svæðið sem um ræðir heitir Bajur og heyrir að mestu leyti undir ættbálkahöfðingja. Grunur leikur á að Osama bin Laden, leiðtogi al-Qaida leynist á þessum slóðum ásamt sínum helsta aðstoðarmanni Ayman al-Zawahri.

Fjórtán manns féllu í Bajur á föstudaginn er ómönnuð flugvél Bandaríkjahers skaut eldflaug á meintar búðir vígamanna. 

Pakistanski herinn hefur einbeitt sér að aðgerðum á þessu svæði en einnig hafa samskipti við Bandaríkjamenn stirðnað í kjölfar árása sem Bandaríkjaher hefur gert á vígamenn al-Qaida á pakistönsku landssvæð í leyfisleysi pakistönsku herstjórnarinnar.

Fréttir herma að mörg hundruð manns hafi fallið í átökum í Bajur-héraði í ágúst og að um 300 þúsund manns hafi misst heimili sín og eða lent á vergangi vegna átakanna. AP fréttastofan segir að erfitt sé að staðfesta þessar tölur þar sem þetta er á afskektu og hrjóstrugu landssvæði.


Íbúi Bajur-héraðs sem særðist í átökunum.
Íbúi Bajur-héraðs sem særðist í átökunum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert