Kim veiktist í apríl

Fékk aðsvif í Apríl.
Fékk aðsvif í Apríl. Reuters

Kim Jong-Il, leiðtogi Norður-Kór­eu, fékk fyrst aðsvif í apríl og í kjöl­farið versnaði heilsa hans það mikið, að hann gat ekki tekið stjórn­sýslu­leg­ar ákv­arðanir. Þetta kem­ur fram í jap­anska blaðinu Mainichi Shim­b­un í dag.

Blaðið hef­ur eft­ir ónafn­greind­um kín­versk­um emb­ætt­is­manni, sem hef­ur náin tengsl við Norður-Kór­eu, að veik­indi Kims hafi haft áhrif á dómgreind hans og ákv­arðanir, sem tengd­ust alþjóðleg­um viðræðum um kjarn­orku­af­vopn­un Norður-Kór­eu­manna. 

Kim hafði oft unnið fram­eft­ir á kvöld­in en varð að breyta vinnu­venj­um sín­um í maí eða júní. Þegar kom fram á sum­arið fór nýrna- og hjartveiki að hrjá leiðtog­ann.

Suður-kór­esk­ir fjöl­miðlar hafa sagt að Kim hafi veikst 15. ág­úst og það þótti benda til þess að hann væri al­var­lega veik­ur, að hann var ekki viðstadd­ur hátíðar­höld sem hald­in voru í síðustu viku vegna 60 ára af­mæl­is Norður-Kór­eu­rík­is.  Kim hef­ur ekki sést op­in­ber­lega lengi og orðróm­ur var um að er­lend­ir lækn­ar hefðu verið flutt­ir til höfuðborg­ar­inn­ar Pyongyang til að meðhöndla hann.

Annað jap­anskt dag­blað, Asa­hi Shim­b­un, seg­ir í dag að Kim hafi geng­ist und­ir hjartaaðgerð í apríl 2007. UM var að ræða æðablást­ur og óvíst er að sú aðgerð teng­ist veik­ind­un­um nú. 

Ótt­ast er að veik­indi norður-kór­eska leiðtog­ans muni hafa áhrif á viðræður sex ríkja um kjarn­orku­áætlun Norður-Kór­eu. Stjórn­völd í Suður-Kór­eu sögðu ný­lega, að Norður-Kór­eu­menn væru byrjaðir að end­ur­byggja kjarn­orku­ver, sem þeir voru að rífa. Svo virt­ist sem með því væru þeir að mót­mæla því að Banda­ríkja­menn hafi ekki enn tekið Norður-Kór­eu af lista yfir ríki sem styðja hryðju­verk­a­starf­semi.

Norður-kóreskir hermenn á verði við herstöð við Yaluá í bænum …
Norður-kór­esk­ir her­menn á verði við her­stöð við Yaluá í bæn­um Sinuiju skammt við landa­mæri Kína. Reu­ters
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert