Þúsund fangar fyrir Shalit

Beðið fyrir Gilad Shalit.
Beðið fyrir Gilad Shalit. Reuters

Viðræður um fangaskipti Hamasliða og Ísraels eru á fullum skrið og vilja íslamistarnir ná samkomulagi hið fyrsta. Hamas vill að Ísraelar láti eitt þúsund fanga lausa í skiptum fyrir ísraelska hermanninn Gilad Shalit.

„Hamas vill ekki fresta samningaviðræðunum um fangaskiptin né fara fram á nýjar kröfur en við neitum að láta Ísrael kúga okkur. Ísrael vill lækka fjölda palestínskra fanga sem sleppa skal niður í 450," sagði Khaled Meshaal útlægur Hamasleiðtogi í ræðu sem hann hélt í Damaskus.

Egyptar hafa verið milligönguliðar í viðræðum Ísraela og Hamas um lausn Gilad Shalit sem var tekinn til fanga í júní 2006 og varð það kveikjan að innrás Ísraelshers inn í suðurhluta Líbanon í kjölfarið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert