Varað við eldsneytisskorti

Flóðin valda ýmsum vanda í Texas.
Flóðin valda ýmsum vanda í Texas. AP

Banda­rísk­ar olíu­hreins­un­ar­stöðvar sem urðu fyr­ir barðinu á felli­byln­um Ike gætu tekið allt að níu daga að kom­ast aft­ur í gagnið til­kynnti Kay Bailey Hutchi­son öld­unga­deildaþingmaður fyr­ir Texas í dag.

Raf­magns­leysi og flóð hamla fram­leiðslunni og því gæti sam­kvæmt frétta­vef BBC orðið vart við skort á eldsneyti.

Til þessa hafa ein­ung­is fjög­ur dauðsföll verið skráð á reikn­ing Ike, tveir í Texas og tveir í Louisi­ana.

Veðrið hennt­ar ekki vel til leit­ar­starfs­ins, óveður geis­ar víða meðfram suðaust­ur­strönd Texas og meira hef­ur rignt á þeim svæðum þar sem Ike olli mikl­um flóðum.

Í Hou­st­on sem er fjórða stærsta borg Banda­ríkj­anna hef­ur verið sett á út­göngu­bann frá klukk­an níu á kvöld­in til 6 á morgn­anna. Bannið mun gilda í eina viku og er ástæðan fyr­ir því að borg­in er enn að mestu leyti raf­magns­laus. Því er fólk af ör­ygg­is­ástæðum beðið að vera ekki á ferli.

Bush Banda­ríkja­for­seti hyggst heim­sækja Hou­st­on á þriðju­dag­inn til að sýna fórn­ar­lömb­um felli­byls­ins samúð sína. Hann hef­ur beðið fólk sem yf­ir­gaf borg­ina að snúa ekki aft­ur fyrr en borg­ar­yf­ir­völd telji það ör­uggt.

Vatns­fyllt­ar göt­ur og fall­in tré eru helstu far­ar­tálm­arn­ir sem björg­un­ar­sveit­irn­ar þurfa að kljást við.
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka