Bandaríkin og Kúba deila um aðstoð

Fellibylirnir ollu miklum skemmdum í Havana.
Fellibylirnir ollu miklum skemmdum í Havana. Reuters

Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út tilkynningu í dag þess efnis að harma bæri að Kúbversk stjórnvöld skyldu hafna boði um 458 milljónir íslenskra króna í neyðaraðstoð við fórnarlömb fellibyljanna Gustav og Ike.

Samskiptin milli nágrannaríkjanna hafa verið mjög erfið eða allar götur síðan Bandaríkin settu verslunarbann á Kúbu 1962.

Bandaríska stjórnin segist hafa komið boðum til stjórnvalda í Kúbu þar sem því var komið til leiðar að Bandaríkin myndu senda neyðarbyrgðir að verðmæti allt að 5 milljónum Bandaríkjadala um leið og leyfi fengist fyrir því hjá kúbverskum yfirvöldum.

Í gær barst tilkynning frá Kúbu þess efnis að slíkar gjafir myndi Kúba ekki þiggja.

Í kúbverska ríkissjónvarpinu var tilkynnt í gær að Kúba gæti ekki tekið við gjöfum á meðan að verslunarbann er í gildi jafnvel þó að Kúba sé reiðubúin til að kaupa nauðsynjavöru sem Bandaríkin flytja út á markaði erlends.

Kúbversk yfirvöld fara fram á að viðskiptabanninu verði aflétt í hálft ár vegna eftirmála fellibyljanna en Washington hefur tilkynnt að stefna Bandaríkjanna í tengslum við viðskiptabannið muni ekki breytast.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka