Rannsóknarmenn sem rannsaka lestarslysið í Suður-Kaliforníu á föstudaginn var segjast vilja athuga hvort lestarstjórinn hafi verið upptekinn við að senda sms-smáskilaboð úr farasíma sínum er hann ók framhjá stöðvunarmerki.
Rannsóknarmennirnir hafa farið fram á að fá gögn frá símafyrirtæki til að komast að því hvort farsími lestarstjórans hafi verið í notkun á þeirri stundu sem slysið varð.
Í morgun var tilkynnt um 26. fórnarlamb lestarslyssins er maður sem fluttur hafði verið á sjúkrahús lést af sárum sínum.
Borgarstjórinn í Los Angeles, Antonio Villaraigosa tók eina lest á þessum slóðum til að styrkja tiltrú aflmennings á lestakerfinu.
Í morgun en í kjölfar slyssins og skort á útskýringum á orsökum þess hefur lestarfarþegum fækkað til muna.