Skotárás í Kaupmannahöfn

Tveir menn hlutu skotsár er að minnsta kosti ellefu skotum var hleypt af í Rantzausgade í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Fjórir ungir menn voru handteknir í nágrenninu en útlit er fyrir að þeim verði sleppt að loknum  yfirheyrslum hjá lögreglu. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Lögregla segir að svo virðist sem árásarmennirnir gangi enn lausir en vitni segja að tveimur bílum hafa verið ekið á miklum hraða frá staðnum eftir árásina. Mennirnir sem urðu fyrir skotum eru 20 og 23 ára. Þeir stóðu í netkaffihússins Surf & Play på Rantzausgade, er skotið var á þá.

Hvorugur þeirra er talinn í lífshættu en annar fékk skot í bakið og hinn í fótlegginn. Vitni segja að til átaka hafi komið á milli lögreglu og ungmenna af erlendum uppruna eftir árásina og að lögreglumenn hafi þurft að siga hundum á ungmennin til að ná stjórn á ástandinu.    

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert