Vængbörð Spanairþotunnar virkuðu ekki

Reuters

Þeir sem rannsaka orsakir flugslyssins í Madríd í síðasta mánuði, þegar 154 fórust með þotu Spanair, segja að vængbörð vélarinnar hafi ekki virkað í flugtakinu, en flugmennirnir hafi ekki vitað af því vegna þess að aðvörunarkerfi í stjórnklefanum hafi ekki farið í gang.

Rannsakendurnir segja þó ekki, það þetta hafi beinlínis valdið því að þotan fórst.

Þessar niðurstöður koma fram í bráðabirgðaskýrslu um tildrög slyssins, sem spænskir fjölmiðlar greina frá í dag. Spanair staðfestir að skýrslan hafi verið send yfirvöldum og framleiðendum þotunnar, sem var af gerðinni MD-82.

Niðurstöðurnar eru byggðar á upplýsingum úr flugrita vélarinnar, og upptökum úr stjórnklefa hennar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert