Danski sjóherinn gómar sjóræningja

Sjóræningjar hafa verið vandamál í lögsögu Sómalíu.
Sjóræningjar hafa verið vandamál í lögsögu Sómalíu. Reuters

Danski sjóherinn stöðvaði tvo hraðbáta í Aden flóa vegna gruns um að þar væru sjóræningjar á ferð. AFP fréttastofan hafði eftir talsmanni danska sjóhersins að um borð í bátunum hefðu fundist tíu manns og ýmsir hlutir sem sjóræningjar nota til að komast um borð og taka yfir skip óbreyttra borgara.

Ekki voru gefnar nánari upplýsingar um þá muni sem fundust en danski sjóherinn segist nú vinna að því að bera kennsl á hina grunuðu.

Það var þyrla frá sjóhernum sem kom auga á bátana í eftirlitsferð í dag og vísaði herskipi á þá.


mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Vésteinn Valgarðsson: Ha?
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka