Danskur fíkniefnahringur leystur upp

Hass.
Hass.

Lögregla í Danmörku segist hafa leyst upp fíkniefnahring, sem talinn sé hafa smyglað að minnsta kosti 17 tonnum af hassi til landsins. Níu manns hafa verið handteknir í Danmörku frá því rannsókn málsins hófst í maí.

Lögregla hefur lagt hald á um 220 kg af hassi, sem fundust í húsleitum víðsvegar um Danmörku: Meðal þeirra, sem hafa verið handteknir, er 46 ára gömul þýsk kona af kólumbískum uppruna, sem var handtekin þegar hún var á leið út úr Danmörku með 1,7 milljónir danskra króna, jafnvirði um  30 milljóna íslenskra króna, í reiðufé. 

Lögregla segir, að hassinu hafi aðallega verið smyglað til Danmerkur frá Hollandi og Spáni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert