Hrottaleg morð í Bretlandi

Lík tveggja ungra kvenna fundust í íbúð þeirra í Birmingham á Englandi á mánudagsmorgun. Höfðu konurnar, sem báða voru um tvítugt, verið myrtar á hrottalegan hátt. Þetta kemur fram á fréttavef Sky.

Talið er að konurnar hafi verið myrtar um helgina en lögregla braust inn í íbúð þeirra eftir að grunsemdir vöknuðu um að ekki væri þar allt með felldu. Segir lögregla að svo virðist sem konurnar hafi verið pyntaðar með fleiri en einu vopni.

Maður, sem talinn er hafa þekkt konurnar, er í haldi lögreglu vegna rannsóknar málsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert