Íranski utanríkisráðherrann hefur heimsótt Georgíu. Markmiðið með heimsókninni er að ræða svæðisbundið öryggi eftir nýliðin átök milli Rússlands og Georgíu.
Utanríkisráðuneyti Georgíu hefur tilkynnt að Manouchehr Mottaki, utanríkisráðherra Írans, hafi átt fund með Mikhail Saakashvili, forseta Georgíu, og fleiri embættismönnum. Þeir ræddu tvíhliða tengsl sín á milli og ástandið á svæðinu. Utanríkisráðuneyti Georgíu sagði að Íran gæti leikið þar jákvætt hlutverk.
Jafnframt var sagt að Georgía og Íran hefðu samþykkt að viðhalda sambandi og viðhafa samráð sín á milli.
Georgía hefur verið í bandalagi með Bandaríkjunum og samskipti milli íranskra embættismanna og Georgíu hafa verið fátíð.