Kosið um arftaka Olmerts

Frá kosningaskrifstofu Shaul Mofaz flutnigamálaráðherra
Frá kosningaskrifstofu Shaul Mofaz flutnigamálaráðherra AP

Fyrsta umferð formannskjörs Kadima flokksins í Ísrael, fer fram í dag er kjörinn verður arftaki Ehud Olmerts, forsætisráðherra. Olmert gefur ekki kost á sér og eru miklar líkur taldar á að sigurvegari kosninganna verði næsti forsætisráðherra landsins. Þetta kemur fram á fréttavef Ha’aretz.

Ekki er sjálfgefið að næsti formaður flokksins verði næsti forsætisráðherra þar sem að til þess þarf hann að mynda ríkisstjórn en hugsanlegt er talið að það taki nokkra mánuði.Þeir sem þykja líklegastir sigurvegarar eru Tzipi Livni utanríkisráðherra, Shaul Mofaz flutnigamálaráðherra, Avi Dichter, ráðherra almannaöryggismála og Meir Sheetrit innanríkisráðherra.  

Livni og Mofaz eru talin þeirra sigurstranglegust en samkvæmt skoðanakönnum sem gerð var á mánudag mun Livni hljóta 47% atkvæða og Mofaz 28%. Sheetrit og Dichter munu hins vegar einungis hljóta 6% atkvæða hvor.

Nái enginn frambjóðenda tilskildum atkvæðafjölda þarf önnur umferð að fara fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert