Ef útgönguspár fjölmiðla í Ísrael ganga eftir þá hafa meðlimir ísraelska stjórnarflokksins kosið utanríkisráðherrann Tzipi Livni sem nýjan leiðtoga sinn og þar með næsta forsætisráðherra landsins.
Útgönguspár tveggja sjónvarpsstöðva gefa það til kynna en samkvæmt þeim hefur Livni sigrað samgönguráðherrann Shaul Mofaz með meirihluta sem hleypur á bilinu 37 til 48%.
Livni þykir líklegust
Livni hefur þegar lýst yfir sigri og þakkað stuðningsmönnum sínum og sagði hún í þakkaræður sinni að hún myndi sjá til þess að bregðast ekki traustinu og koma öllu því í verk sem stuðningsmennirnir hafa barist fyrir.
Endanleg niðurstaða mun samkvæmt Reuters fréttastofunni ekki fást fyrr en eftir nokkrar klukkustundir. Talsmaður Mofaz sagði að hann hygðist ekki tjá sig um kosningarnar fyrr en á morgun.
Samkvæmt fréttavef BBC lauk kosningu 19.30 að íslenskum tíma.
Ehud Olmert forsætisráðherra mun segja af sér í kjölfar ásakana um spillingu og mun hann segja af sér sem ráðherra og hætta forystu í flokknum.
Fréttamaður BBC í Tel Aviv varar við því að taka útgönguspár of alvarlega og segir þær eiga langa og vafasama fortíð í Ísrael.