Livni kjörin leiðtogi Kadima

Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels, fór með sigur af hólmi í leiðtogakjöri stjórnarflokksins Kadima í gær. Gert er ráð fyrir því að hún taki við embætti forsætisráðherra af Ehud Olmert og gangi það eftir verður hún fyrsta konan til að gegna því embætti í 34 ár, eða frá valdatíma Goldu Meir.

Livni fær nú 42 daga til að mynda nýja ríkisstjórn. Takist henni það þarf ekki að efna til nýrra þingkosninga, en skoðanakannanir benda til þess að Likud-flokkurinn myndi sigra ef kosið væri nú.

Skoðanakannanir benda til þess að Livni sé vinsælasti ráðherra Ísraels. Hún er fimmtug, lögfræðingur að mennt og hermt er að hún hafi um tíma starfað fyrir ísraelsku leyniþjónustuna Mossad í París.

Livni getur fetað í fótspor Goldu Meir og orðið fyrsta …
Livni getur fetað í fótspor Goldu Meir og orðið fyrsta konan í 34 ár til að gegna embætti forsætisráðherra Ísraels.. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka