Medvedev heitir Georgíuhéruðunum herstuðningi

Dimítrí Medvedev, forseti Rússlands.
Dimítrí Medvedev, forseti Rússlands. Reuters

Dimítrí Medvedev Rússlandsforseti hét því í dag að Georgíuhéruðin Abkasía og Suður-Ossetía muni njóta liðsinnis rússneska hersins og að Rússar muni koma í veg fyrir frekari hernaðaríhlutanir gagnvart þeim.

„Við munum styðja hvert annað á þann þátt sem nauðsyn krefur, einnig hernaðarlega,“ sagði forsetinn er hann undirritaði samkomulag varðandi tvíhliða tengsl hérðanna og Rússlands.

Þá sagði Medvedev að Rússar muni ekki leyfa öðrum ríkjum að ráðast á Abkasíu og Suður-Ossetíu. „Þetta á ekki að vera neinum vafa undirorpið.“

Rússneskir hermenn munu vera við eftirlit við landamæri Abkasíu og Suður-Ossetíu, sem liggja við Georgíu. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í samkomulaginu sem var undirritað í Moskvu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert