Sextán létu lífið í árás í Jemen

Hermenn leita í bílum í nágrenni sendiráðs Bandaríkjanna í Sanaa.
Hermenn leita í bílum í nágrenni sendiráðs Bandaríkjanna í Sanaa. Reuters

Sextán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás, sem gerð var á bandaríska sendiráðið í Jemen í morgun. Að sögn innanríkisráðuneytis Jemens var um að ræða sex árásarmenn, sex hermenn og fjóra óbreytta borgara, þar á meðal einn Indverja. 

Þetta er í annað skipti, sem ráðist er á bandaríska sendiráðið í Sanaa, höfuðborg Jemens, á hálfu ári.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert