Elsti karlmaður heims fagnar 113 ára afmæli sínu

Elsti karlmaður heims, Tomoji Tanabe, fagnar í dag 113 ára sínu í Tokyo í Japan. Inntur eftir leyndarmálinu að baki langlífi sínu þakkar Tanabe það góðri matarlyst í samspili við aðhald hans í neyslu. Þannig forðist hann alfarið áfengi, sígarettur og allt snakk. 

Tanabe á nærri hundrað afkomendur. Hann býr hjá einum sona sinna og tengdadóttur. Hann á alls 18 börn, 25 barnabörn, 52 barnabarnabörn, og 6 barnabarnabarnabörn.

Aðspurður segist Tanabe gera sér vonir um að lifa a.m.k. tíu ár til viðbótar. Japan er eitt þeirra landa þar sem íbúar geta vænst eins lengsta lífaldurs heims. Japanir geta þakkað langlífi sínu hollt líferni og mikla neyslu grænmetis.  Undir lok mánaðar er því spáð að alls verði 36.276 einstaklingar á tíræðisaldrinum. 

Þess má að lokum geta að elsti einstaklingur heims er hin 115 ára gamla Edna Parker sem býr á hjúkrunarheimili í Indiana í Bandaríkjunum.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert