Fjórða barnið látið í Kína

Yfir sex þúsund börn hafa veikst eftir neyslu þurrmjólkur í …
Yfir sex þúsund börn hafa veikst eftir neyslu þurrmjólkur í Kína Reuters

Átján manns hafa verið handteknir í Kína í tengslum við eitraða þurrmjólk sem dregið hefur fjögur ungabörn til dauða og valdið alvarlegum veikindum á sjöunda þúsund barna þar í landi.

Haft er eftir Shi Guizhong, talsmanni lögreglunnar í Hebei í Kína, að lögreglan og yfirvöld hafi hafið tíu daga átak þar sem sjónum manna sé beint að melamin-eitrun. Talið er að birgjar hafi blandað þessu bannefni, sem yfirleitt er notað í plastiðnaði, í þurrmjólkina til þess að það virtist próteinríkara en ella, en efnið veldur nýrnabilun í ungabörnum.

Melamin er lífrænt efni, sem notað er í iðnaði, t.d. til að framleiða hart og óbrjótanlegt plast og einnig lím. Er það mjög köfnunarefnisríkt en köfnunarefni í fóðri þykir gefa góða vísbendingu um próteininnihald þess.

Erlendir fréttamenn í Kína segja, að þar séu mikil viðskipti með efnið, sem er malað í duft og blandað saman við lélegt fóður. Börnin, sem hafa veikst, hafa drukkið mengaða mjólk í þrjá til sex mánuði en fyrstu eituráhrifin birtast í því, að börnin fara að leggja af. Síðan taka við uppköst og nýrnabilun.

Li Dongyang, átta mánaða er eitt þeirra barna sem hafa …
Li Dongyang, átta mánaða er eitt þeirra barna sem hafa veikst eftir neyslu þurrmjólkur í Kína Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert