Karl Bretaprins er þekktasti talsmaður Breta fyrir lífrænni ræktun og sjálfbærni í landbúnaði og hefur beitt sér fyrir því að horfið verði frá framleiðslu á erfðabreyttum matvælum.
Ríkisarfinn sagði í liðnum mánuði að ræktun erfðabreyttra nytjaplantna í þróunarlöndum væri mesta umhverfisslys allra tíma. Prinsinn sagði að fjölþjóðleg stórfyrirtæki hefðu hafið „feiknarmikla tilraun með náttúruna og allt mannkynið og sú tilraun hefur farið alvarlega úrskeiðis“, að því er fram kemur í breska dagblaðinu The Independent. Eftir þessi ummæli skoruðu bresk stjórnvöld á ríkisarfann að færa nánari rök fyrir þessu sjónarmiði.